Með einföldum íslenskum raddskipunum getur notandinn vafrað um fréttir og fréttatengt efni RÚV. Efnið sem Broddi spilar eru hljóðupptökur og því er framsetning og áferð efnisins mjög aðgengileg.
Flettu í gegnum fréttirnar þegar þú ert með hendur og augu upptekin í öðru, t.d. í bílnum. Ef þú nennir ekki að hlusta á núverandi frétt, þá segir þú bara „Broddi, næsta!“ Þú getur spilað, stoppað, bakkað, farið áfram í dagskránni, valið næstu frétt og næsta fréttatíma með einföldum raddskipunum.
Broddi er að hlusta.